Fara í efni

Brimborg fyrst bílaumboða með heildstætt sjálfbærniuppgjör

Fréttir

Brimborg birtir í fyrsta skipti heildstætt sjálfbærniuppgjör fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Klappir Grænar Lausnir hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörsins, sem byggir á þeim upplýsingum sem Klappir hugbúnaðurinn hefur safnað saman yfir árið, ásamt upplýsingum sem safnað er í upplýsingatæknikerfum Brimborgar og upplýsingum frá þriðja aðila.

Brimborg er fyrst bíla- og atvinnutækjaumboða á Íslandi og fyrsta ökutækjaleigan á Íslandi sem gefur út heildstætt sjálfbærniuppgjör og er þetta stóra vistskref í samræmi við umhverfisstefnuna Visthæf skref og við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á.

Sjálfbærniuppgjörið fer eftir alþjóðlegum stöðlum um UFS mælikvarða (e. ESG standards) og hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Brimborgar í samræmi við UFS-leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út árið 2019.

Hægt er að smella hér fyrir fyrir ítarlegri upplýsingar um sjálfbærniuppgjör Brimborgar 2021.

Nánari upplýsingar veitir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar í egillj@brimborg.is eða í síma 5157089